Appið opnast á korti í símanum, þar sem þín staðsetning er í miðjunni á skjánum (sem ljósblár puntur með hvítum ramma). Þú getur hvenær sem er ýtt á hnappinn [Mín staðsetning] og þá þysjar Krappið aftur á þína staðsetningu og setur hana í miðjuna.
- 📍 Krapp sýnir staðsetningu salerna og aðgengi að þeim á korti með litamerkingu:
- 🟢 Opið og frítt að nota
- 🔵 Opið en mögulega þarf að greiða fyrir aðgangi að salerninu
- 🟡 Lokar innan skamms – innan 1 klst.
- 🔴 Lokað
🚽 Næsta opna salerni– Smelltu á hnappinn [Næsta salerni]. Þá leitar appið að næsta salerni sem er opið. Það mun ekki stinga upp á salerni sem er lokað.
🕒 Upplýsingar um opnunartíma – Ef þú smellir á merkið fyrir salernið þá sýnir Krappið þér upplýsingar um staðinn, ásamt opnunar tímum.
🚽 Leiðsögn að salerni – Með því að smella á “Skoða nánar“ tengilinn, þá opnast valmynd, þar sem þú færð val um leiðarvísun að salerninu, eða að skoða heimasíðu staðarins.
Tungumál – Krappið styður bæði íslensku og ensku. Ef þú vilt frekar nota ensku þá smellir þú á [Stillingar] hnappin og velur ensku sem tungumál Krappsins 🙂