Viltu hjálpa okkur að prófa Krapp fyrir Android áður en það fer í almenna útgáfu á Google Play Store?

Við erum að leita að notendum sem nota Android síma og vilja taka þátt í prófunarhópnum okkar. Ferlið er einfalt og tekur aðeins örfáar mínútur:

  – 1): Skráðu þig hér með nafni og netfangi. Við bætum þér á prófunarlistann okkar hjá Google Play.

  – 2): Þú færð boð frá Google Play um boð fyrir Android síma eða hér á síðunni, sem þú  þá samþykkir. Með því færðu aðgang að lokaða prófunarsvæðinu okkar.

  – 3): Þegar boðið hefur verið samþykkt færðu aðgang að Krapp appinu í Google Play Store — það er ósýnilegt öðrum, en þú getur byrjað að nota og prófa það strax í þínum síma.

Hér getur þú lesið um hvernig prófunarferilið okkar er skipulagt. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega sendu okkur línu á netfangið: krapp@krapp.is.
Við hlökkum til að fá þig í hópinn 🙂